Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Bernharð varði eins og berserkur í leiknum27. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarHamrarnir sigruðu KR og fara í umspilið Hamrarnir mættu KR í Frostaskjóli í kvöld í algjörum úrslitaleik um síðasta sætið í umspili um laust sæti í Olís Deildinni. Búast mátti við hörkuleik enda höfðu Hamrarnir unnið báða leikina við KR til þessa með aðeins einu marki. Það var greinilega smá taugaspenna í gangi í upphafi leiks, bæði lið voru mistæk og leikurinn frekar hægur. Jafnt var á öllum tölum upp í 5-5 en þá fóru Hamrarnir að leika betur og fækkuðu mistökunum sínum. Valdimar Þengilsson fór hamförum í Hamrarnir gengu á lagið og náðu fimm marka forskoti 10-15, hálfleikstölur voru svo 11-15 Hamrarnir náðu að halda KR-ingum í 3-4 marka fjarlægð mestallan síðari hálfleikinn en á lokametrunum fóru menn að reyna að verja forskotið og KR nýtti tækifærið. Þegar þrjár og hálf mínúta var eftir var munurinn orðinn eitt mark, 23-24, og fór aðeins um mann í stúkunni Hinsvegar voru næstu tvö mörk gul og aðeins ein og hálf mínúta eftir og munurinn þrjú mörk. Þá komu nokkur klaufaleg mistök og KR minnkaði muninn aftur í eitt mark, 25-26. Heimamenn náðu svo boltanum og Bjarni Jónasar, fyrrum leikmaður Akureyrar, fór inn í dauðafæri en Bernharð Jónsson varði í marki Hamranna og tryggði sigurinn! Spilamennska Hamranna var heilt yfir mjög góð en liðið verður þó að læra að klára leikina og halda haus, KR-ingar voru ótrúlega nálægt því að ná jafntefli sem hefði breytt stöðunni í deildinni mjög. En sigur vannst og Hamrarnir áttu stigin tvö svo sannarlega skilið. Flestir sem léku voru góðir en Bernharð í markinu var frábær og maður leiksins.Mörk Hamranna: Valdimar Þengilsson 5 mörk, Heimir Pálsson 5, Kristján Már Sigurbjörnsson 4, Elfar Halldórsson 4, Patrekur Stefánsson 3, Valþór Guðrúnarson 2, Almar Blær Bjarnason, Benedikt Líndao og Róbert Sigurðarson með 1 mark hver. Bernharð Anton Jónsson átti stórleik í markinu, varði a.m.k. átján skot, þar af tvö vítaköst á lokamínútunum. Þá er gaman að benda á að leikurinn var í Beinni Lýsingu hjá okkur á síðunni og rétt tæplega 3.000 manns kíktu á lýsinguna sem segir okkur að það er svo sannarlega áhugi á Hamraliðinu! Við bendum á að hægt er að skoða lýsinguna frá leiknum með því að smella hér:Bein Lýsing af leik KR og Hamranna 25-26 Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook