Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Við óskum Hömrunum til hamingju með sigurinn28. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarViðtöl og myndskeið frá sigri Hamranna á KR Hamrarnir gáfu tóninn fyrir helgina með glæsilegum sigri á KR í gær og gulltryggðu þar með sæti í umspili um sæti í úrvalsdeildinni á næsta ári. Þess má geta að stór hluti Hamraliðsins leikur jafnframt með 2. flokki Akureyrar. En aftur að Hamraleiknum. Á vefnum fimmeinn.is eru viðtöl við leikmenn og þjálfara eftir leikinn og einnig þrjú myndskeið frá seinni hálfleiknum.Valdimar: Þetta var óþarfa spenna í lokin Valdimar Þengilsson átti frábæran leik fyrir Hamrana gegn KR í kvöld og var sáttur með varnarleikinn sem hann sagði hafa skapað þennan sigur.VIDEO
Elfar Halldórsson: Held uppá afmælið í rútunni heim Elfar Halldórsson leikmaður Hamranna hélt upp á afmælið með sigri á KR og fékk umspilssæti í afmælisgjöf.VIDEO
Ingimundur: Þetta er stór dagur fyrir Hamrana Ingimundur Ingimundarsson þjálfari Hamranna var helsáttur með sína leikmenn eftir sigurinn á KR. Hann sagði að þeir hefðu verið að spila nýja vörn og strákarnir hefðu lært hana hratt og vel. Hann sagðist spenntur fyrir Víkingsleiknum þrátt fyrir að þeir hefðu ekki átt breik í þá í allan vetur eða þessa 3 leiki sem þeir hafa spilað við þá.VIDEO
Kristján: Lendum strax í vandræðum Kristján Svan aðstoðarþjálfari KR og leikmaður liðsins í kvöld var svekktur eftir að ljóst var að KR færi ekki í umspilið. Hann sagði að liðið hefði lent í miklum vandræðum í fyrri hálfleik, en með smá heppni hefðu þeir getað stolið jafntefli í lokin.Hann sagði liðið hafa sett sér markmið að komast í úrslitakeppnina en liðið væri að standa í stað og það væru vonbrigði.VIDEO
Á vefnum fimmeinn eru myndbönd frá seinni hálfleiknum. Þegar það fyrsta hefst er staðan 12-16 Hömrunum í vil:
VIDEO
Og hér komum við til leiks þegar staðan er 18-21 fyrir Hamrana:
VIDEO
Lokakaflinn var spennuþrunginn, hér er staðan 23-24 fyrir Hamrana:
VIDEO
Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook