Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Akureyri með góða ferð í Austurbergið - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Halldór og Brynjar voru öflugir í dag



2. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri með góða ferð í Austurbergið

Akureyri mætti ÍR í lokaumferð Olís Deildarinnar en bæði lið voru að reyna að komast í sem besta stöðu fyrir úrslitakeppnina. Akureyri var sterkari aðilinn nær allan leikinn og vann virkilega góðan útisigur 27-30. Úrslit í öðrum leikjum voru þannig að staða liðanna breyttist ekkert og því ljóst að liðin munu mætast í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.

Bergvin og Sigþór léku ekki með Akureyri en Brynjar Hólm kom aftur inn í liðið eftir að hafa meiðst þann 17. nóvember. Leikurinn fór skrautlega af stað, mistök á báða bóga og virkaði eins og menn væru ekki alveg tilbúnir í slaginn. Jafnt var til að byrja með en ÍR-liðið náði svo 6-4 forskoti. Sóknarleikur Akureyrar var ekki fallegur en hann var að gefa mörk og það er það sem skiptir máli.

Brynjar Hólm mætti á völlinn og kom með öðruvísi ógnun, Akureyri skoraði næstu fjögur mörk og lét forystuna aldrei af hendi eftir það. Þegar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleik leiddi Akureyri 9-11 en liðið kláraði fyrri hálfleikinn af krafti og refsaði heimamönnum fyrir sín mistök. Hálfleikstölur 11-16 og ekkert sem benti til annars en að Akureyri myndi sigla sigrinum heim.

Síðari háflleikurinn byrjaði vel og fór forskotið upp í sex mörk, vörn Akureyrar var að standa virkilega vel og Tomas að taka nokkra bolta. ÍR liðið breytti svo um vörn sem svínvirkaði og áður en okkar menn áttuðu sig var forskotið orðið eitt mark, 21-22, og ennþá kortér eftir.

Hreiðar Levý kom í markið og tók strax nokkra bolta ásamt því að vörnin fór að loka betur. Ég hef ekki tölu yfir öll þau vörðu skot sem vörnin skilaði af sér í dag en þau voru ótalmörg. Hinsvegar fengu ÍR-ingar yfirleitt annan séns þar sem boltinn fór útaf í innköst og hornköst. Sóknin small aftur í gang og Akureyri einfaldlega kláraði leikinn.

Spennan var lítil á lokamínútunum, Akureyri með gott forskot og kláraði leikinn af öryggi þó heimamenn hafi náð að laga stöðuna aðeins. Virkilega ánægjulegt að sjá liðið rífa sig aftur í gang eftir dapran leik gegn FH í síðustu umferð. Varnarleikurinn var heilt yfir góður og markvarslan var fín.

Ef liðið nær að leika heilan leik á þeim krafti sem það lék á tímabili í fyrri hálfleik og um miðbik síðari hálfleiks þá hef ég engar áhyggjur af gengi liðsins í komandi úrslitakeppni. Halldór Logi var kraftmikill á línunni sem og í vörninni, þá var frábært að fylgjast með því hvað menn voru duglegir að redda sóknum sem voru að renna út í sandinn með að finna Dóra á línunni.

Yfirsýn Ingimundar var líka ljós punktur og þá getur hann ennþá bombað á markið sem er nauðsynlegt. Innkoma Brynjars var öflug, að sjálfsögðu gerði hann nokkur mistök en hann er nákvæmlega það sem liðið þarf á að halda. Brynjar er hörkuskytta og er magnað að geta stillt upp fyrir hann þegar höndin er komin upp.


Brynjar sækir að ÍR markinu. Mynd: Eva Björk Ægisdóttir

Arnar Birkir var stórkostlegur í leiknum fyrir ÍR og það þarf klárlega að mæta honum betur en hann skoraði 9 mörk. Það vantaði þá Bjarna Fritzson, Björgvin Hólmgeirsson og Jón Heiðar Gunnarsson í lið ÍR og sást greinilega á spilamennsku liðsins að þeir eru liðinu ansi mikilvægir. Líklegt má þykja að allavega Bjarni og Björgvin verði með á þriðjudaginn og ljóst að Akureyrarliðið þarf að hafa lausnir til að stöðva þá.

Nú hvetjum við alla til að hlaða batterýin um páskana og koma svo af fullu afli í úrslitakeppnina hvort sem menn eru leikmenn eða stuðningsmenn. Nú byrjar nýtt mót þar sem allt getur gerst og mikið er undir. Úrslitakeppnin er sannkölluð veisla og eina vitið að njóta þess besta sem íslenskur handbolti hefur upp á að bjóða!
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson