Heimir Örn lék með KA liðinu 2002 og Atli þjálfaði liðið4. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarÞegar KA varð Íslandsmeistari 2002 (myndband) KA hampaði Íslandsmeistaratitlinum tímabilið 2001-2002 en liðið endaði í 5. sæti í deildinni og var því ekki með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Engu að síður sló liðið út Gróttu/KR í 8-liða úrslitum og svo Íslands-, Bikar- og Deildarmeistara Hauka í undanúrslitum. KA og Valur áttust svo við í mögnuðu einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Atli Hilmarsson þjálfaði KA á þessum árum og Heimir Örn Árnason lék með liðinu. Þessir kappar eru í sömu stöðu með liði Akureyrar í dag, liðið er mætt í úrslitakeppnina án heimaleikjaréttar en eins og lið KA sýndi árið 2002 þá getur allt gerst í úrslitakeppninni. Sjón er sögu ríkari og við minnum alla á að úrslitakeppnin hefst í Austurbergi á þriðjudaginn og Akureyri leikur svo í Höllinni á fimmtudaginn!VIDEO Lið KA þennan veturinn skipuðu þeir: Andrius Stelmokas, Arnar Sæþórsson, Árni Björn Þórarinsson, Arnór Atlason, Baldvin Þorsteinsson, Egidijus Petkevicius, Einar Logi Friðjónsson, Haddur Júlíus Stefánsson, Halldór Jóhann Sigfússon, Hans Hreinsson, Heiðmar Felixson, Heimir Örn Árnason, Hreinn Hauksson, Ingólfur Axelsson, Jóhann Gunnar Jóhannsson, Jóhannes Ólafur Jóhannesson, Jónatan Magnússon, Kári Garðarsson og Sævar Árnason. Atli Hilmarsson þjálfaði liðið