Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Bergvin, Heiðar og Kristján voru allir með 7 mörk í kvöld1. október 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarFrábær sjö marka sigur á Fram í kvöld Það var ljóst strax frá upphafi leiks í kvöld að Akureyrarliðið ætlaði að selja sig dýrt, viljinn og stemmingin í liðinu var augljós. Það var ef til vill til marks um nýtt upphaf að liðið frumsýndi nýjan búning í dag, svartur sem fyrr aðalliturinn en nýja merkið að sjálfsögðu komið á búninginn.Nýi búningurinn frumsýndur
Leikurinn fór afar fjörlega af stað, mikill hraði og fjör. Akureyri komst í 4-2 en Fram jafnaði í 4-4. Akureyri náði í kjölfarið þriggja marka forystu 8-5 og bætti verulega í því að munurinn varð 6 mörk 14-8 eftir þrumuskot Harðar Mássonar. Fram náði að minnka muninn lítillega fyrir hálfleik en staðan var 15-11 þegar flautað var til leikhlés. Bergvin Þór Gíslason fór hreinlega hamförum í fyrri hálfleiknum, skoraði sex mörk og mataði línuna og hornin vel. Það var ekki síst ánægjuefni að Bergvin skoraði mörk í öllum regnbogans litum, með gegnumbrotum og langskotum og virtist öxlin vera í góðu formi í kvöld. Sömuleiðis var Hreiðar Levý traustur í markinu.Einbeitingin skein úr augum manna
Sama var uppi á teningnum í seinni hálfleik, Akureyri með örugg tök á leiknum, sama hvað Fram reyndi. Þeir tóku Bergvin úr umferð og á tímabili einnig Sigþór Árna Heimisson en aðrir leikmenn héldu merkinu bara á lofti í staðinn. Heiðar Þór Aðalsteinsson og Kristján Orri Jóhannsson áttu frábæran leik eins og raunar allt liðið. Þrátt fyrir að vera á tímabili tveimur leikmönnum héldu strákarnir Fram liðinu í skefjum. Baráttan og stemmingin í liðinu var hreint til fyrirmyndar, hverju marki og vörn var fagnað kröftuglega og menn börðu hvern annan áfram. Áhorfendur voru svo sannarlega með á nótunum og studdu strákana frábærlega svo að undir tók í húsinu.Sverre tók að vanda fullan þátt í leiknum á hliðarlínuni og var beðinn að róa sig aðeins af Antoni dómara
Munurinn hélst sex mörk lengst af hálfleiksins og lokatölur, sjö marka sigur 31-24. Bergvin Þór Gíslason var valinn besti maður liðsins en liðið allt stóð sig frábærlega og ljóst að ef strákarnir ná að halda þessum krafti, einbeitingu og leikgleði þá er ekkert nema bjart framundan.Mörk Akureyrar: Bergvin Þór Gíslason 7, Heiðar Þór Aðalsteinsson 7, Kristján Orri Jóhannsson 7 (1 úr víti), Halldór Logi Árnason 4, Hörður Másson og Sigþór Árni Heimisson 3 mörk hvor. Hreiðar Levý Guðmundsson átti flottan leik í markinu, 17 varin skot. Tomas Olason kom inná til að spreyta sig á vítakasti en tókst ekki að verja það. Reyndar þyrfti liðið að gera smáskurk í að æfa vítaköstin því vítanýtingin hefur ekki verið nægilega góð það sem af er. Í þessum leik nýttist 1 víti af þremur en til þessa er nýtingin aðeins 50% eða 10 mörk úr 20 vítum.Mörk Fram: Þorgrímur Smári Ólafsson 6, Garðar Benediktsson 6 (öll úr vítum), Ólafur Ægir Ólafsson 4, Arnar Freyr Ársælsson 3, Óðinn Þór Ríkharðsson og Sigurður Örn Þorsteinsson 2 mörk hvor og loks Arnar Freyr Arnarsson 1 mark. Kristófer Fannar Guðmundsson varði 9 skot (þar af 1 vítakast) og Valtýr Már Hákonarson varði 4 skot. Langþráð stig í hús og mikill fögnuður leikmanna og stuðningsmanna í leikslok.Eðlilega fögnuðu menn sigrinum vel í leikslok
Næsta verkefni liðsins er útileikur gegn Víkingi á sunnudaginn en heimaleikur gegn Gróttu mánudaginn 12. október. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook