 | |
 | 31. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Heimir til Akureyrar og Jón Heiðar til HamrannaEins og komið hefur fram á síðustu dögum hefur Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar ákveðið að taka fram úrvalsdeildarskóna á ný og verða til taks sem leikmaður Akureyrar ef á þarf að halda. Heimir ákvað í sumar að verða einungis í hlutverki þjálfara ... |
|
 | 29. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Haukar ofjarl AkureyrarHaukar tylltu sér á toppinn í Olís-deild karla, með öruggum sigri á Akureyri á fimmtudagskvöldið. Haukarnir náðu góðum tökum á leiknum strax í upphafi og gáfu Akureyringum engin færi á að koma sér inn í leikinn... |
|
 | 24. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Akureyri tekur á móti Haukum í kvöldÍ kvöld klukkan 19:00 mæta Haukar í Íþróttahöllina og mæta þar okkar mönnum í leik í 6. umferð Olís deildarinnar. Fyrir leikinn eru Haukar með 6 stig en Akureyri er með 4 stig. Deildin hefur farið ótrúlega... |
|
 | 23. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Valþór verður í banni gegn HaukumNú liggur fyrir úrskurður Aganefndar HSÍ um að Valþór Guðrúnarson tekur út leikbann á fimmtudaginn þegar Akureyri tekur á móti Haukum. Úrskurður aganefndar var birtur í dag á vef HSÍ og er svohljóðandi: Fundur Aganefndar HSÍ, 22. október 2013... |
|
 | 21. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Haukar – mótherjar Akureyrar í næsta leikÞað eru engir viðvaningar í handbolta sem mæta okkar mönnum á fimmtudaginn. Haukar úr Hafnarfirði hafa verið eitt sigursælasta lið landsins undanfarin ár, urðu t.d. deildarmeistarar fimm sinnum á síðustu sex árum, en það var einmitt Akureyri sem rauf sigurgöngu þeirra vorið 2011... |
|
 | 19. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Viðtöl við leikmenn og þjálfara eftir ValsleikinnHér er búið að taka saman helstu viðtöl eftir leik Vals og Akureyrar í gær. Skiljanlega eru menn missáttir en athyglisvert er að blaðamenn og aðstandendur beggja liða setja spurningamerki við dómgæsluna í leiknum og á þann hátt að verulega hafi hallað á Akureyrarliðið... |
|
 | 19. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Tap á lokamínútunum gegn ValLengi vel leit út fyrir að Akureyri færi með sigur af hólmi gegn Val þegar liðin mættust í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í gær. Um miðjan fyrri hálfleikinn tók Akureyrarliðið frumkvæðið í leiknum og hafði lengst af þriggja marka forystu allt þar til korter lifði leiksins... |
|
 | 18. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Mótherjar Akureyrar í dag – ValurAkureyri heimsækir handboltastórveldið Val á föstudagskvöldið. Það er óhætt að segja að verkefnið sé stórt enda miklar væntingar til afreka hjá Valsmönnum á tímabilinu. Ekki að ástæðulausu að forráðamenn liðanna spá Valsliðinu meistaratitli heldur leit Valsliðið afar vel út á undirbúningstímabilinu... |
|
 | 16. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Sport.is velur Kristján Orra einnig í úrvalslið 4. umferðarEins og við greindum frá í gær voru Kristján Orri Jóhannsson og Gunnar Malmquist Þórsson valdir í úrvalslið 4. umferðar hjá Morgunblaðinu. Nú hefur sport.is einnig birt sitt úrvalslið og þar er Kristján Orri sömuleiðis valinn besti hægri hornamaðurinn... |
|
 | 15. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Kristján Orri leikmaður 4. umferðar Olís-deildarMorgunblaðið birti í dag val sitt á úrvalsliði 4. umferðar Olís-deildar karla og að þessu sinni á Akureyrarliðið tvo fulltrúa í liðinu. Kristján Orri Jóhannsson er valinn besti hægri hornamaðurinn og Gunnar Malmquist Þórsson besti varnarmaðurinn. Þar að auki er Kristján Orri valinn leikmaður umferðarinnar... |
|
 | 14. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Akureyri mætir Val í Vodafone höllinni á föstudaginnAkureyri fær annan útileik í næstu umferð Olís-deildarinnar en á föstudaginn halda strákarnir á Hlíðarenda. Þar mæta þeir góðkunningum okkar þeim Guðmundi Hólmari Helgasyni og Geir Guðmundssyni sem leika undir stjórn Ólafs Stefánssonar... |
|
 | 12. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Hamrarnir mæta Aftureldingu í Höllinni á sunnudagNú er komið að öðrum heimaleik Hamranna í 1. deild karla. Að þessu sinni mæta þeir Aftureldingu sem er með fullt hús eftir þrjá leiki í deildinni og sennilega með sterkasta liðið í deildinni að þessu sinni. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og fer fram í Íþróttahöllinni... |
|
 | 11. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Viðtöl eftir leik HK og AkureyrarNokkur viðtöl eru komin í fjölmiðla eftir sigur Akureyrar á HK í gærkvöld. Eins og oft vill verða liggur leikmönnum Akureyrar á að drífa sig út á flugvöll strax eftir leik og sú var raunin í gærkvöld en það stress varð þó óþarft því að flug norður féll niður vegna veðurs og drengirnir því veðurtepptir... |
|
 | 10. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Góður útisigur á HKAkureyrarliðið komst á sigurbraut á ný með góðri ferð í Kópavoginn. Akureyri skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins og létu ekki þar við sitja og náðu fimm marka forskoti 2-7 eftir rúmlega tólf mínútna leik. Þrándur Gíslason fékk þá brottvísun og hana nýttu HK menn vel... |
|
 | 10. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Leikur dagsins: Útileikur gegn HKNú reynir á liðsmenn Akureyrar að sýna sitt rétt andlit eftir afspyrnuslakan leik í síðustu umferð. Mótherjinn er HK sem sýndu það í fyrstu umferðinni að þeir eru sýnd veiði en ekki gefin þegar þeir þvert á allar spár náðu jafntefli gegn FH... |
|
| << Nýrri fréttir Eldri fréttir >> |