Heimir Örn Árnason, taktar með KA
18. janúar 2016
Hér má sjá nokkur mörk sem Heimir Örn Árnason gerði fyrir meistaraflokk KA, hann kom fyrst inn í liðið tímabilið 1995-1996 en fékk fyrst alvöru hlutverk í liðinu tímabilið 1997-1998. Hann lék með liðinu þangað til hann varð Íslandsmeistari árið 2002 og fór þá í atvinnumennsku. Heimir var þekktur fyrir yfirhandarfintuna sína sem og tvöfalda sénsinn en hann náði iðulega að skjóta á markið þrátt fyrir að brotið væri á honum og fékk hann því aukakast ef boltinn endaði ekki í netinu.
Þetta myndband var í fyrsta hluta viðtals við Heimi um feril sinn sem leikmaður. Smelltu hér til að lesa viðtalið