 | |
 | 27. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Leikur dagsins: Haukar - AkureyriÍ dag standa strákarnir okkar í stórræðum þegar þeir fara í Hafnarfjörð og mæta stórliði Hauka. Að sjálfsögðu er skyldumæting allra sem eiga kost á að koma á völlinn en leikurinn hefst klukkan 16:00... |
|
 | 26. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Okkar menn fara í Hafnarfjörðinn á laugardaginnOkkar menn eru að fara í erfiðan útileik á morgun þegar þeir mæta Íslandsmeisturum Hauka á heimavelli þeirra, Ásvöllum í Hafnarfirði. Haukum er spáð góðu gengi í vetur og að þeir verji Íslandsmeistaratitilinn... |
|
 | 26. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Ef við spilum okkar leik eru okkur allir vegir færirHeimasíða Hauka birtir í dag viðtal við Árna Sigtryggsson leikmann Akureyrar en Árni er þeim Hafnfirðingum að góðu kunnur enda lék hann með þeim í tvö tímabil áður en hann hélt í atvinnumennsku til Spánar. Viðtalið við Árna fer hér á eftir... |
|
 | 25. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Nýtt á síðunni - aðgengi að erlendum handboltafréttumÍ dag opnuðum við aðgang að tveim erlendum fréttaveitum um handbolta hér á síðunni. Hér er um að ræða fréttir frá handball-world.com á þýsku en það er tvímælalaust einhver albesta fréttastofan um handbolta á alþjóðavísu... |
|
 | 25. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Stóra Magnúsarmálinu lokiðÍ gær náðist samkomulag á milli Akureyri Handboltafélags og Fram um félagaskipti Magnúsar Stefánssonar yfir í Fram. Af því tilefni sendu félögin frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu... |
|
 | 23. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Fyrirkomulag N1 deildarinnar - Úrslitakeppnin endurvakinMargir hafa komið máli við okkur og spurt hvernig leikjafyrirkomulag verði eiginlega í N1 deildinni í vetur? Það er ekki skrítið að fólk sé ekki með þetta á hreinu því að undanfarin ár hefur verið kynnt nýtt skipulag árlega og engin undantekning á því núna... |
|
 | 22. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Jónatan og Akureyrskir áhorfendur í úrvalsliði 1. umferðarVefsíðan www.handbolti.is birti í dag val sitt á úrvalsliði 1. umferðar N1 deildar karla sem leikin var í síðustu viku. Fyrirliði Akureyrar, Jónatan Magnússon var valinn besti miðjumaðurinn og er hann vel að því kominn enda sýndi hann stórbrotinn leik á fimmtudaginn. Þá voru magnaðir stuðningsmenn Akureyrar ... |
|
 | 22. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Háskólabandið hitaði upp fyrir fyrsta leikinn - myndirÍ vetur er ætlunin að bjóða upp á ýmiss konar uppákomur í tengslum við heimaleiki Akureyrar til að auka enn á skemmtunina sem fylgir því að mæta á leikina. Háskólabandið reið á vaðið og hélt uppi dúndrandi stemmingu... |
|
 | 21. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Akureyri: Bestu stuðningsmenn á landinu!Stuðningsmenn Akureyrarliðsins eru svo sannarlega sigurvegarar fyrstu umferðar N1 deildarinnar í handbolta. Það voru margir svartsýnir á að næðist að skapa stemmingu í Höllinni ... |
|
 | 20. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Rúnar í viðtali: Frábærir áhorfendur á AkureyriBræðurnir Rúnar og Árni Sigtryggssynir, leikmenn Akureyrar, léku á fimmtudaginn í fyrsta skipti saman er Akureyri tók á móti FH í N1 deild karla. Að því tilefni var Rúnar í léttu spjalli við vefsíðuna handbolti.is... |
|
 | 20. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Tap gegn FH en frábær stemming í Höllinni - myndirÞað var mikil tilhlökkun í Íþróttahöllinni á fimmtudagskvöldið þegar N1-deildin byrjaði með leik Akureyrar og FH, full stúka af áhorfendum og rafmögnuð stemming í húsinu. Það virtist þó í fyrstu að leikmenn Akureyrar tryðu ekki... |
|
 | 18. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Akureyri - FH: leikurinn í beinni textalýsinguÍ dag koma leikmenn FH í heimsókn í Íþróttahöllina og munu örugglega veita okkar strákum harða keppni. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og að sjálfsögðu er skyldumæting á leikinn... |
|
 | 18. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Akureyri - FH: Fyrst og fremst tilhlökkun í gangiRúnar Sigtryggsson, þjálfari Akureyrar, er hér í spjalli við vefinn handbolti.is um leikinn í kvöld gegn FH og það jákvæða og ferska starf sem nú er unnið í kringum m.a. stuðningsmenn fyrir Norðan. Nú er ykkar fyrsti heimaleikur í kvöld, býstu við góðri stemmingu í Höllinni?... |
|
 | 17. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Leikmannahópur Akureyrar styrkist stöðugtÞau ánægjulegu tíðindi voru að berast að vinstri skyttan Hákon Stefánsson og markvörðurinn Elmar Kristjánsson hafa ákveðið að snúa heim frá Danmörku og leika með Akureyri Handboltafélagi í vetur... |
|
 | 17. september 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar Ný spá um deildina - Arnar Pétursson hefur trú á AkureyriÞjálfarar og fyrirliðar liðanna í N1-deild karla komu saman á fundi í höfuðstöðvum Handknattleikssambands Íslands í gær. Rúnar Sigtryggsson og Jónatan Magnússon flugu suður til að taka þátt í fundinum og herma heimildir að gengið hafi á ýmsu í fluginu enda veruleg ókyrrð... |
|
| << Nýrri fréttir Eldri fréttir >> |