 | |
 | 17. janúar 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar 2. flokkur: Leikjum helgarinnar frestaðStrákarnir í 2. flokki áttu að fara suður í dag og spila þrjá leiki um helgina, tvo við Fram og einn við Hauka. Það hefur orðið að samkomulagi að færa þessa leiki, þannig hafa leikirnir við Fram verið settir á 7. og 8. mars og Haukaleikurinn á 23. mars... |
|
 | 15. janúar 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar 2. flokkur: Jafntefli hjá Akureyri og FramSíðastliðinn laugardag mættust Akureyri og Fram í margfrestuðum leik í deildarkeppni 2. flokks. Fram var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og leiddi með þrem mörkum í hálfleik, 10-13. Spennan varð gríðarlega í seinni hálfleiknum og að endingu lauk leiknum með jafntefli 27-27... |
|
 | 26. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Glæsilegt bingó á sunnudaginnVið minnum á stórbingó Akureyrar Handboltafélags sem verður í Íþróttahöllinni sunnudaginn 29. desember og hefst klukkan 14:00.... |
|
 | 22. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Þakkir til Samherja fyrir ómetanlegan styrkSamherji hf. boðaði til móttöku í KA-heimilinu í gær og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna, samtals upp á ríflega 80 milljónir króna. Stærstur hluti styrkjanna er veittur til íþrótta og æskulýðsstarfs á starfssvæði félagsins en auk þess er Samherji áfram einn helsti stuðningsaðili Íþróttasambands fatlaðra vegna Special Olympics... |
|
 | 22. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar 2. flokkur: Tap en síðan stórsigur gegn StjörnunniÞað er óhætt að segja að það hafi skipst á skin og skúrir í leikjum Akureyrar og Stjörnunnar í 2. flokki í síðustu viku. Liðin mættust fyrst í bikarkeppninni á fimmtudaginn. Óhætt er að segja að Akureyrarliðið hafi hreinlega ekki mætt til leiks því það var sem Stjörnuliðið væri eitt á vellinum... |
|
 | 18. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar 2. flokkur: Baráttuleikir í vikunniVið minnum á síðustu handboltaleikina á árinu í Íþróttahöllinni. Þar leikur 2. flokkur Akureyrar gríðarlega mikilvæga leiki gegn Stjörnunni úr Garðabæ. Annarsvegar í bikarkeppninni og seinni leikurinn er í deildarkeppninni... |
|
 | 18. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Taktu frá sunnudaginn 29. desemberÞað verður líf og fjör á stórbingói Akureyrar Handboltafélags í Íþróttahöllinni á síðasta sunnudegi ársins. Spilaðar verða margar umferðir enda búið að safna fjölmörgum veglegum vinningum þannig að það er til mikils að vinna... |
|
 | 16. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar 2. flokkur: Tveir heimaleikir gegn Stjörnunni í vikunniÞrátt fyrir að skollið sé á hefðbundið hlé á leikjum meistaraflokka í handboltanum þá eru strákarnir í 2. flokki ekki komnir í jólafrí. Akureyri leikur tvo heimaleiki gegn Stjörnunni núna í vikunni, annar leikurinn er í bikarkeppninni en hinn í deildarkeppninni... |
|
 | 10. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Gunnar og Valþór í úrvalsliði 11. umferðar hjá MblMorgunblaðið birti í morgun val á úrvalsliði 11. umferðar Olís-deildar karla og að þessu sinni á Akureyri tvo fulltrúa í liðinu. Það eru skyttan/leikstjórnandinn Valþór Guðrúnarson og Gunnar Malmquist Þórsson sem varnarmaður. Báðir fóru á kostum í sigurleiknum gegn HK... |
|
 | 10. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Þrír leikmenn Akureyrar í liði 11. umferðar hjá sport.isVefurinn sport.is hefur birt val sitt á úrvalsliði 11. umferðar Olís-deildarinnar. Það er greinilegt að frammistaða Akureyrarliðsins hefur vakið athygli því að liðið á þrjá leikmenn í úrvalsliðinu. Það eru Jovan Kukobat í markinu, Kristján Orri Jóhannsson sem hægri skytta og Sigþór Árni Heimisson sem leikstjórnandi... |
|
 | 10. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar 2. flokkur: Þrjú stig gegn Haukum um helginaStrákarnir í 2. flokki áttu tvo heimaleiki um helgina, báða gegn Haukum úr Hafnarfirði. Fyrri leikurinn var spilaður klukkan 14:00 á laugardaginn og unnu strákarnir þar flottan sigur. Staðan í hálfleik var 15-11 fyrir heimamenn sem síðan bættu hressilega við í seinni hálfleiknum... |
|
 | 9. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Viðtöl eftir bikarleik Akureyrar og HKBlaðamenn Morgunblaðsins og visir.is voru mættir á bikarleik Akureyrar og HK í gær og tóku viðtöl við þjálfarana Heimi Örn Árnason og Samúel Ívar Árnason í leikslok. Skoðum fyrst viðtöl Einars Sigtryggssonar frá Morgunblaðinu... |
|
 | 8. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Akureyri áfram í bikarnum eftir sigur á HKAkureyri og HK mættust öðru sinni á fjórum dögum í Höllinni, að þessu sinni í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. Vitað mál var að þessi leikur yrði erfiður þar sem HK myndi leggja allt í sölurnar til að hefna fyrir tapið í deildinni á fimmtudaginn... |
|
 | 6. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Handboltahelgin mikla á AkureyriLeikur Akureyrar og HK í gærkvöldi var ágætis forsmekkur að helginni sem segja má að handboltinn ráði ríkjum. Alls verða fjórir leikir í karlaboltanum um helgina þar sem 2. flokkur Akureyrar spilar tvo leiki gegn Haukum, Hamrarnir taka á móti vesturbæjarstórveldinu KR í 1. deildinni og rúsínan í pylsuendanum verður svo bikarslagur Akureyrar og HK... |
|
 | 6. desember 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Hamrarnir taka á móti KR á laugardaginnStórleikur verður í 1. deild karla í handbolta á laugardaginn klukkan 18.00 þegar að Hamrarnir taka á móti stórveldinu úr Vesturbænum, KR. Leikurinn verður í KA heimilinu... |
|
| << Nýrri fréttir Eldri fréttir >> |