Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Þeir þekkja úrslitabaráttuna þessir leikmenn
22. apríl 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar
Hitað upp fyrir úrslitarimmuna, upprifjun frá 2002
Nú þegar nokkrir dagar eru í að úrslitarimma Akureyrar og FH hefst þá er ekki úr vegi að rifja upp stemminguna sem fylgir slíkum viðureignum. Vorið 2002 var athyglisvert fyrir handboltann á Akureyri, bæði liðin KA og Þór komust í úrslitakeppnina sem í þá daga var átta liða keppni. KA hafði verið í þeim sporum í mörg ár en Þór tók þátt í úrslitakeppninni í fyrsta sinn.
KA hafnaði í 5. sæti deildarinnar en Þór í því 7 þannig að hvorugt liðið hafði heimaleikjarétt í einvígjunum. Þrátt fyrir að spámenn og sérfræðingar þess tíma teldu að Haukar myndu slá KA út í 4. liða úrslitunum fóru KA menn líkt og Akureyri nú í ár, í lokarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn þar sem þeir léku gegn Val sem einmitt voru andstæðingar Þór í átta liða úrslitunum.
Síðastliðið vor rifjuðum við upp úrslitakeppnina árið 2002 og það á ekki síður við nú í ár og bendum áhugasömum á umfjöllun um leikina hér að neðan.
Ýmsir þeirra sem standa í eldlínunni nú voru einnig lykilmenn í viðureigninni 2002.
Atli Hilmarsson
var einmitt þjálfari KA liðsins þá og
Sævar Árnason
, núverandi aðstoðarþjálfari Akureyrar var leikmaður.
Heimir Örn Árnason
var líkt og nú lykilmaður bæði í sókn og vörn. Síðast en ekki síst var
Hreinn Þór Hauksson
í leikmannahópi KA, eitilharður nagli líkt og við þekkjum hann í dag.
Einn leikmaður er þó enn ónefndur úr KA liðinu en sá er reyndar í dag í leikmannahópi FH.
Baldvin Þorsteinsson
, þá 18 ára gamall setti heldur betur mark sitt á fjórða leik lokarimmunnar þegar hann undir lok leiks var sendur á vítapunktinn í fyrsta sinn á ævinni og skoraði úr tveim vítum auk tveggja marka úr horninu.
Í liði Þórs þetta árið voru meðal annarra línumennirnir
Hörður Fannar Sigþórsson
og
Þorvaldur Þorvaldsson
.
Eins og áður segir þá grófum við upp umfjallanir Morgunblaðsins og DV frá þessum leikjum auk þess sem Þórir Tryggvason sendi okkur ljósmyndir. Við eigum sem sé í vændum frábæra leiki Akureyrar og FH um Íslandsmeistaratitilinn 2011 og nú þurfa allir að leggjast á eitt með að gera Íþróttahöllina að óvinnandi vígi.
Úrslitakeppnin 2002: fyrsti hluti, 8 liða úrslitin
Úrslitakeppnin 2002: 8 liða úrslitin viðbót
Úrslitakeppnin 2002: Haukar - KA í 4 liða úrslitunum
Úrslitakeppnin 2002: KA - Haukar í 4 liða úrslitunum
Úrslitakeppnin 2002: Valur - KA (leikur 1)
Úrslitakeppnin 2002: KA - Valur (leikur 2)
Úrslitakeppnin 2002: Valur - KA (leikur 3)
Úrslitakeppnin 2002: KA - Valur (leikur 4)
Úrslitakeppnin 2002: Valur - KA (leikur 5)
Atli Hilmarsson fékk að sjálfsögðu flugferð eftir lokaleikinn
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson