 | |
 | 8. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Útileikur gegn HK á fimmtudaginnÞá er komið að næsta útileik. Eftir slæma útreið gegn ÍBV þurfa okkar menn að mæta klárir í slaginn í Digranesið. HK hefur tapað síðustu tveimur leikjum í deildinni rétt eins og Akureyri og því má búast við miklum baráttuleik... |
|
 | 6. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Viðtöl eftir ÍBV leikinnÞað var frekar dauft yfir Akureyringum eftir leikinn gegn ÍBV á laugardaginn en að sama skapi var létt yfir Eyjamönnum. Einar Sigtryggsson, blaðamaður mbl. ræddi við nýliðann Arnór Þorra Þorsteinsson sem sýndi góða takta í liði Akureyrar svo og brosmildan Magnús Stefánsson... |
|
 | 6. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar ÍBV gjörsigraði Akureyri í HöllinniÞað var fyrirfram búist við hörkuleik þegar Akureyri tók á móti ÍBV í 3. umferð Olís-deildarinnar á laugardaginn. En annað kom á daginn. Vestmannaeyingar mættu gríðarlega vel stemdir og baráttuglaðir til leiks en Akureyrarliðið virtist enganvegin tilbúið... |
|
 | 5. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Leikur dagsins: Akureyri – ÍBV klukkan 13:30Það verður heldur betur fjör í Íþróttahöllinni í dag þegar Akureyri og ÍBV mætast í fyrsta sinn í fimm ár. Bæði lið eru með tvö stig eftir tvo leiki í deildinni en bæði lið unnu sína leiki í fyrstu umferð, Akureyri vann Fram og ÍBV vann ÍR. Ekki er að efa að bæði lið stefna á sigur í leiknum... |
|
 | 2. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Um ÍBV mótherja Akureyrar á laugardaginnÞað eru fimm ár síðan ÍBV lék síðast í úrvalsdeild en síðasti leikur liðsins vorið 2008 var einmitt gegn Akureyri. Vestmannaeyingar unnu 1. deildina með töluverðum yfirburðum síðasta vor og ætla án vafa að berjast í efri hluta úrvalsdeildarinnar í ár... |
|
 | 1. október 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Kristján Orri í liði 2. umferðar hjá MorgunblaðinuNú hafa þrír miðlar greint frá vali sínu á þeim sem sköruðu framúr á 2. umferð Olís-deildar karla, Morgunblaðið, Sport.is og handbolti.org. Eins og gengur þá eru þessir aðilar ekki sammála í einu og öllu. Morgunblaðið velur Kristján Orra Jóhannsson, hægri hornamann... |
|
 | 29. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Stórsigur hjá KA/Þór gegn UMFA í kvennaboltanumÞað var mikill handboltadagur á Akureyri á laugardaginn. Á meðan Akureyrarliðið lék gegn ÍR í Austurberginu léku Hamrarnir sinn fyrsta leik í 1. deild eins og fjallað er um hér á síðunni. En jafnframt lék KA/Þór sinn fyrsta heimaleik í úrvalsdeild kvenna í KA-heimilinu... |
|
 | 29. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Hamrarnir hófu deildarkeppnina með sigri - myndirÞað var sögulegur leikur hjá Hömrunum á laugardaginn þegar þeir léku sinn fyrsta leik í 1. deildinni. Sterkt samband er á milli Hamranna og Akureyrar Handboltafélags enda eru allnokkrir leikmenn úr æfingahópi Akureyrar á láni hjá Hömrunum auk þess sem margir leikmenn úr 2. flokki Akureyrar ... |
|
 | 29. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Viðtöl eftir leik ÍR og AkureyrarÍvar Benediktsson, blaðamaður Morgunblaðsins var mættur í Austurbergið í gær og tók þar viðtöl við Heimi Örn Árnason, þjálfara Akureyrar svo og Kristófer Fannar Guðmundsson, markvörð og hetju ÍR-inga. Viðtöl Ívars má sjá hér að neðan... |
|
 | 29. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Tap gegn ÍR á lokamínútum leiksinsÞað var hörkuleikur þegar Akureyri og ÍR mættust í Austurberginu. Fyrri hálfleikur var gríðarlega spennandi, Akureyri hafði frumkvæðið í upphafi og náði nokkrum sinnum tveggja marka forystu, t.d. 4-6. ÍR jafnaði í 7-7 og eftir það munaði aldrei nema einu marki... |
|
 | 28. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Leikur dagsins: ÍR – Akureyri í beinni á RÚVÞað má búast við hörkuleik þegar Akureyri fer í heimsókn til ÍR-inga í Austurbergið. ÍR kom af krafti til leiks í úrvalsdeildinni í fyrravetur og fór í fjögurra liða úrslitin auk þess að hampa bikarmeistaratitlinum... |
|
 | 27. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Íþróttavefurinn Norðursport.net í loftiðÍ vikunni fór í loftið nýr norðlenskur íþróttafréttamiðill sem nefnist Norðursport. Þessi miðill ætlar sér að fjalla um allar íþróttir á Akureyri og nágrenni, auk þess að fylgjast með íþróttamönnum frá Akureyri úti í hinum stóra heimi. Ætlunin er sömuleiðis að yngri íþróttaiðkendur fái sína umfjöllun... |
|
 | 27. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Síðbúin viðtöl eftir sigurleikinn á FramÞó að nokkuð sé liðið frá leik Akureyrar og Fram í fyrstu umferð Olís-deildarinnar þá ætlum við að viðhalda þeirri venju að safna saman viðtölum við þjálfara og leikmenn úr ýmsum fjölmiðlum. Við byrjum á viðtölum Birgis H. Stefánssonar sem birtust á visir.is... |
|
 | 25. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Fjáröflunarátak fyrir komandi leiktímabil Kæri stuðningsmaður Við leitum til þín til að hjálpa okkur til að ná enn betri árangri en áður. Akureyri Handboltafélag er án efa eitt af stóru liðunum í íslenskum handbolta. Félagið heldur úti meistaraflokki ásamt tveimur liðum í 2. flokki karla. Við búum við þær aðstæður að þurfa að ferðast mest allra liða... |
|
 | 24. september 2013 - Akureyri handboltafélag skrifar Leikmenn umferðarinnar að mati mbl og handbolti.orgÞá hafa Morgunblaðið og handbolti.org birt niðurstöður sínar á liði 1. umferðar Olís-deildarinnar. Leikmenn ÍBV koma töluvert við sögu enda fagnaði ÍBV-liðið mögnuðum sigri í umferðinni. Lið Morgunblaðsins er þannig skipað... |
|
| << Nýrri fréttir Eldri fréttir >> |