Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Rúnar hefur stjórnað sínum mönnum af krafti á árinu










3. janúar 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Upprifjun ársins 2008 - meistaraflokkur

Hér á eftir verður stiklað á stóru um gang mála hjá meistaraflokki Akureyrar Handboltafélags á árinu. Árið 2008 hófst með ferð liðsins til Noregs þann 23. janúar þar sem strákarnir tóku þátt í æfingamóti í Elverum. Þar léku þeir gegn heimamönnum svo og sænska liðinu GUIF. Spiluð var tvöföld umferð og urðu öll liðin að lokum jöfn að stigum og var þetta hin besta æfingaferð fyrir átökin sem biðu hér heima.

Liðið kom því vel undirbúið fyrir átökin í deildinni þar sem liðið var í hörðum botnslag gegn Aftureldingu en þó búið að tryggja sig inn í 4-liða úrslit Eimskipsbikarsins. Daginn fyrir fyrsta leikdag fékk liðið þó þær slæmu fréttir að Andri Snær væri rifbrotinn og yrði óleikhæfur næstu sex vikurnar.

3. febrúar Afturelding – Akureyri 26-27
Leikurinn sem var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið sýndur beint í sjónvarpinu. Akureyri sigraði 26-27 í hörkuspennandi leik og tókst með því að slíta sig vel frá fallbaráttunni.

9. febrúar Akureyri – Fram 29-30
Dramatískur og háspennuleikur sem tapaðist á tæknilegum mistökum í lokin.

12. febrúar Fram – Akureyri 27-24 (Eimskipsbikarinn)
Ekki síður dramatík og spenna allt til enda. Nikolaj Jankovic fékk rautt spjald fyrir að lumbra duglega á Andra Berg leikmanni Fram.

16. febrúar HK – Akureyri 26-26
Enn á ný varð háspenna á lokamínútunum. Leikmenn Akureyrar töldu sig rænda sigrinum í lokin.

21. febrúar Akureyri - Haukar 27-27
Besti leikur liðsins á tímabilinu og einungis dómaraskandall færði Haukum jafnteflið.

8. mars Valur – Akureyri 37-29
Daprasti leikur okkar manna enda vantaði marga pósta í liðið, vegna meiðsla og leikbanna.

11. mars Akureyri - Stjarnan 34-32
Flott endurkoma liðsins sem lék hraðan og skemmtilegan bolta og vann sanngjarnan sigur.

15. mars ÍBV - Akureyri 28-43
Stærsti sigur liðsins á tímabilinu og Valdi skoraði draumamark ferilsins.

30. mars Akureyri - Afturelding 25-22
Verðskuldaður sigur þó svo að leikur liðsins hafi verið æði köflóttur.

5. apríl Fram - Akureyri 29-27
Sannkölluðu dramatík á síðustu mínútunum en brottrekstrar gerðu liðinu erfitt fyrir í blálokin.

13. apríl Akureyri - HK 26-25
Liðið allt á hrós skilið fyrir fínan leik og er á fínu róli, eiginlega synd að ekki skuli vera meira eftir af N1-deildinni því að eins og liðið er að leika þessa dagana þá ætti það tvímælalaust að vera að berjast meðal efstu liðanna.

15. apríl Haukar - Akureyri 29-27
Arfaslakur fyrri hálfleikur Akureyrar en liðið kom til baka og mikil spenna varð á lokakafla leiksins þar sem Akureyri náði að minnka forystu Hauka í 1 mark.

19. apríl Akureyri - Valur 30-40
Dapur leikur sem flestir leikmenn eru örugglega löngu búnir að gleyma.

27. apríl Stjarnan - Akureyri 31-30
Það var í rauninni fúlt að fá ekki stig út úr þessum leik því Akureyri spilaði mun skemmtilegri bolta í þessum leik.

3. maí Akureyri - ÍBV 42-33
Í seinni hálfleik sýndu leikmenn Akureyrar yfirburði sína og völtuðu yfir gestina í lokaleik mótsins.

Liðið hafnaði að lokum í 6. sæti deildarinnar en í raun spilaði liðið fínan bolta seinni hluta mótsins en í raun var það slakur árangur í fyrri hluta mótsins (á árinu 2007) sem gerði það að verkum að liðið varð ekki í efri hluta deildarinnar. Liðið átti slaka leiki gegn Val en í öllum öðrum tapleikjunum var spenna og ekki hefði mikið þurft til að liðið hefði fengið stig úr þeim leikjum.

Lokastaðan í deildarkeppni karla tímabilið 2007-08
Nr. FélagLeikir U J TMörkHlutfallStig-
1. Haukar282062833 : 7349946:10
2. HK281738784 : 7137137:19
3. Valur281648803 : 7109336:20
4. Fram2816210812 : 7991334:22
5. Stjarnan2812511808 : 7713729:27
6. Akureyri289415798 : 802-422:34
7. Afturelding284321694 : 771-7711:45
8. ÍBV284123736 : 968-2329:47


Eftir tímabilið var útlitið dökkt, svekkelsi í hópnum, peningaleysi og margir leikmenn ýmist á förum eða töluðu um að hætta þessu basli. Ljóst var að Sævar Árnason huggðist hætta þjálfun, Einar Logi ætlaði til Svíþjóðar, Sveinbjörn Pétursson til HK, Ásbjörn Friðriksson og Arnar Sveinbjörnsson til FH, Magnús Stefánsson á förum til Fram, Elmar Kristjánsson, Hákon Stefánsson og Eiríkur Jónasson til Danmerkur svo eitthvað sé nefnt. Haldnir voru almennir fundir til að ræða stöðuna, hvort ætti að leggja árar í bát og hætta eða hvort ætti að reyna að safna liði og reyna að berjast áfram og halda úti frambærilegu liði. Sem betur fer var sú ákvörðun tekin að bretta upp ermarnar og berjast áfram.

Slegið var lán til að gera upp skuldir félagsins við leikmenn, þjálfara og aðra aðila, ákveðið KA tæki yfir rekstur kvennaliðsins og leika konurnar nú sem KA/Þór og sérstakur hópur sem stýrir þeirra málum.

Ný stjórn Akureyrar Handboltafélag var mynduð um miðjan júní og hófst þegar undirbúningur næsta keppnistímabils. Stjórnina skipa: Atli Ragnarsson, formaður, Gestur Einarsson varaformaður, Alex Björn Bülow gjaldkeri og meðstjórnendur eru Ingólfur Samúelsson og Stefán Jóhannsson. Þá starfa formenn KA og Þórs þeir Stefán Gunnlaugsson og Sigfús Helgason með stjórninni auk þess sem Hannes Karlsson og Örn Óskarsson úr fyrri stjórn starfa áfram að fjáröflun.

Fyrsta mál á dagskrá nýrrar stjórnar var að semja við þjálfara og lykilleikmenn um að halda áfram. Til að stytta þessa sögu, sem gæti orðið býsna löng náðist samkomulag við Rúnar Sigtryggsson um að halda áfram þjálfun, Jónatan og Andri Snær voru einnig til í slaginn. Ljóst var að ekki yrði úr miklum peningum að spila og að greiðslur til manna yrðu verulega lækkaðar, en á móti var tekin ákvörðun um að gera ýmislegt til að þátttöku leikmanna yrði þægilegri. Stærsta og metnaðarfyllsta stefnumálið á því svið var að fljúga í alla útileiki og draga þannig úr ferðatíma og vinnutapi sem slíkum ferðalögum hefur óhjákvæmilega fylgt.
Jafnframt var sett sem markmið að koma af stað öflugum stuðningsmannaklúbbi og leikmenn fengnir með í söfnun félagsmanna sem tókst með miklum ágætum.

Leiktímabilið 2008 - 2009
Æfingar hófust 29. júlí og var uppistaða fyrsta æfingahópsins ungir strákar þó vakti athygli að mættur var í slaginn markvörðurinn Hafþór Einarsson eftir tveggja ára fjarveru úr boltanum. Það var þó ljóst að eitthvað þyrfti að gera til að styrkja hópinn og efla andann. Árni Sigtryggsson sem lék á Spáni síðasta tímabil fékk sig lausan undan samningi sínum þar og var nú allt kapp lagt á að fá hann til liðs við Akureyri.

Liðið tók þátt í Reykjavík Open og sigraði þar sinn riðil og lék loks um 3. sætið gegn Stjörnunni. Þann leik sigraði Akureyri örugglega 28-24 og bronsverðlaunin því staðreynd.
Frammistaða liðsins kom mörgum á óvart og varð til að blása nýju lífi í mannskapinn og auknu sjálfstrausti. Í kjölfarið náðust samningar við Árna Sigtryggsson um að ganga til liðs við liðið og var koma hans einn þýðingarmesti pósturinn í að auka mönnum trú á handboltann og liðið aftur. Ýmsir leikmenn sem voru orðnir áhugalitlir um boltann komu til leiks á ný og glampi kominn í augun á mannskapnum. Í kjölfar þessa jákvæðu tíðinda styrktist liðið enn frekar þegar tveir fyrrum leikmenn KA og Þórs þeir Hreinn Hauksson og Brynjar Hreinsson gengu til liðs við félagið þó svo að þeir væru staðsettir í Reykjavík.

Danski markvörðurinn Jesper Sjøgren kom til liðsins og kom rétt tímanlega fyrir Greifamótið sem haldið var hér með þátttöku Fram og ÍR auk Akureyrar. Fram fór með sigur í mótinu en í síðasta leik mótsins sýndi lið Akureyrar frábæra takta og sigraði Fram með yfirburðum og ljóst að liðið var til alls líklegt. Hafþór Einarsson sýndi áfram þau snilldartilþrif sem hann hafði sýnt á Reykjavíkurmótinu og var útnefndur besti markvörður mótsins og Andri Snær var valinn besti varnarmaður mótsins.

Stefán Árnason var ráðinn aðstoðarmaður Rúnars þjálfara, Hákon Stefánsson og Elmar Kristjánsson sneru heim frá Danmörku og því ljóst að æfinga- og leikmannahópur liðsins var orðinn öflugur og til alls líklegur.

Það var komin fín stemming í liðið, fjöldi manns kominn í stuðningsmannahópinn og stór hópur kominn til að starfa í kringum heimaleiki liðsins. Gert var ráð fyrir að við hvern leik yrði tónlistaratriði, matur fyrir stuðningsmannaklúbbinn svo eitthvað sé nefnt og greinileg að eftirvænting var farin að byggjast upp í bænum. Hins vegar var ljóst að ýmsir opinberir spámenn höfðu ekki mikla trú á liðinu en því var spáð 8. og neðsta sæti deildarinnar á sport.is en fyrirliðar liðanna reyndust heldur bjartsýnni og spáðu liðinu 6. sætinu og trúlega munaði þar um þá trú Jónatans fyrirliða okkar að Akureyri yrði Íslandsmeistari 2008.

Deildarkeppnin hófst svo með heimaleik þann 18. september. Skömmu áður var lokið við að leggja parketgólf í Íþróttahöllinni og réð það úrslitum um að heimaleikir liðsins yrðu leiknir þar. Hér á eftir fer yfirlit yfir úrslit leikja liðsins allt til áramóta.

18. september Akureyri - FH 26-31
Súrt tap á lokamínútunum en frábær stemming á leiknum sem hefur verið aðalsmerki stuðningsmanna liðsins.

27. september Haukar - Akureyri 37-28
Afleit byrjun varð okkar mönnum að falli í þessum leik og stórtap staðreynd.

2. október Akureyri - Stjarnan 22-19
Frábær dugnaður í vörninni og glæsileg frammistaða Hafþórs Einarssonar í markinu skópu magnaðan sigur

4. október HKR - Akureyri 15-51(Eimskipsbikar)
Fyrirhafnarlítill sigur í leik sem þróaðist upp í hraðaupphlaupsæfingu þar sem eldfljótir horna- og línumenn fengu úr nógu að moða.

9. október Akureyri - HK 30-21
Sjálfstraustið geislaði af liðinu á öllum sviðum, vörnin, markvarslan og sóknarleikurinn aldeilis frábær enda var stemmingin í húsinu ótrúleg.

18. október Víkingur - Akureyri 23-28
Leikmenn kunnu vel við sig í Sjónvarpinu og unnu býsna öruggan sigur.

23. október Akureyri - Valur 24-22
Ríkjandi bikarmeistarar Vals urðu að játa sig sigraða í fyrsta sinn á tímabilinu fyrir frábærri liðsheild Akureyrar og ógnvekjandi áhorfendaskaranum.

6. nóvember Fram - Akureyri 28-33
Akureyri hafði algjöra yfirburði á öllum sviðum handboltans, hvort sem um var að ræða vörn, markvörslu eða sóknarleik, enn og aftur var það frábær liðsheild sem skóp sigurinn.
Þegar hér var komið sögu var þriðjungur N1-deildarinnar búinn og Akureyrarliðið ásamt FH á toppi deildarinnar með 10 stig af 14 mögulegum.

Eftir Framleikinn var staðan í deildarkeppni karla þannig:
Nr. FélagLeikir U J TMörkHlutfallStig-
1. FH7421208 : 199910:4
2. Akureyri7502191 : 1811010:4
3. Valur6321171 : 148238:4
4. Fram6312167 : 16347:5
5. HK6303156 : 166-106:6
6. Haukar7304196 : 18886:8
7. Stjarnan6123149 : 160-114:8
8. Víkingur7016185 : 218-331:13

Nýr leikmaður, Anton Rúnarsson kom á lánssamningi frá Val og lék einmitt síðasta leikinn gegn Fram. Sömuleiðis var Hörður Flóki kominn í markmannsgallann á ný en samningi við danann Jesper Sjøgren var sagt upp í ljósi efnahagsástandsins og sömuleiðis var sagt upp samningi við Nikolaj Jankovic.

HSÍ útdeildi viðurkenningum fyrir fyrstu sjö umferðirnar og var Hafþór Einarsson valinn besti markvörðurinn, Oddur Gretarsson besti vinstri hornamaðurinn og Akureyri Handboltafélag fékk verðlaun fyrir bestu umgjörðina á leikjum sínum.

Stjórn félagsins var stækkuð og verkefnum breytt. Inn komu Ágúst Lárusson og Gestur Arason sem tók við formannsstöðunni af Atla Ragnarssyni sem gerðist gjaldkeri en Alex gerður að umsjónarmanni stuðningsmannaklúbbsins.

Næsta verkefni liðsins var útileikur í bikarkeppninni gegn hinu toppliðinu FH.

9. nóvember FH - Akureyri 37-31
Eftir að hafa leitt allan fyrri hálfleikinn missti liðið flugið í seinni hálfleik og þátttöku í bikarnum þar með lokið.

13. nóvember FH - Akureyri 32-34
Stórbrotinn sigur á hinu spútnikliðinu og Akureyri eitt á toppi N1-deildarinnar

19. nóvember Akureyri - Haukar 22-34
Troðfull höllin af áhorfendum en því miður náði liðið ekki að höndla spennustigið og því fór sem fór.

4. desember Stjarnan - Akureyri 27-20
Dapur seinni hálfleikur og aragrúi misnotaðra dauðafæra skópu þetta tap.

11. desember HK - Akureyri 25-21
Hörkuleikur sem tapaðist á síðustu mínútunum.

Árni Sigtryggsson missti af síðustu tveim leikjunum en hann fór í aðgerð í von um að fá bót á þrálátum eymslum í öxl sem hafa verið að hrjá hann allt leiktímatímabilið og ljóst að fjarvera hans hefur gríðarlega mikil áhrif á leik liðsins. En Árni er allur að koma til og reiknar með því að verða með í fyrsta leik á nýju ári sem verður einmitt heimaleikur gegn Víkingum þann 22. janúar.
Sem stendur er liðið í 5. sæti deildarinnar sem er ótrúlega jöfn á toppnum og liðið aðeins 4 stigum frá toppsætinu.

Staðan í deildarkeppni karla um áramót
Nr. FélagLeikir U J TMörkHlutfallStig-
1. Fram11722307 : 2921516:6
2. Valur11632307 : 2634415:7
3. Haukar11704319 : 2873214:8
4. HK11524292 : 299-712:10
5. Akureyri11605288 : 299-1112:10
6. FH11524322 : 322012:10
7. Stjarnan11227274 : 295-216:16
8. Víkingur110110282 : 334-521:21

Leikmenn og allir aðstandendur liðsins eru staðráðnir í að halda áfram á sigurbrautinni og um leið og við óskum stuðningsmönnum liðsins um allt land gleðilegs árs vonumst við til að allir haldi áfram að leggja sitt á vogarskálarnar þannig að það verði ekki síður frábær skemmtum að mæta á leiki liðsins á árinu 2009. Að sjálfsögðu förum við í alla leiki til að sigra og þar með er ljóst að liðið mun standa uppi sem Íslandsmeistari 2009.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson